03.06.2020 13:47

v/Covid - áskriftir iðkenda

Kæru æfingafélagar

 

Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir þolinmæðina á þessum fordæmalausu tímum! Margir þraukuðu með okkur í heimawodum – aðrir fóru út að hlaupa og þó nokkuð margir mættu svo í útitíma í maí sem var skemmtileg nýbreytni.

 

Eins og kom fram áður – þá ætluðum við að bjóða uppá lausn á áskriftarmálum vegna þess að við rukkuðum fyrir apríl sem klárlega var allur lokaður.

 

Í meðfylgjandi google link, sem allir þurfa að fylla út og “submit/senda inn”, eru allar helstu upplýsingar og aðgerðir hvernig þið viljið að við meðhöndlum sé gert við ykkar áskrift – enda vitum við að það eru ekki allir í sömu sporum varðandi þessa áskrift.

 

Í stuttu máli er hægt að “gera ekki neitt” eða kjósa að fá frían mánuð síðar á árinu þ.e. val um það hvort þið viljið fá júlí – ágúst – September – október – nóvember – desember gjaldalausan. Plís ekki öll kjósa júlí-ágúst 😊 þ.e. ef þið ætlið að fá frímánuð.

 

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSf7wZgqRV5ZMaR0PI…/viewform

 

Vonandi ganga allir sáttir frá borði - Fulla ferð áfram!

kveðja

Brynjar og Davíð.

Til baka