Skilmálar, Reebok CrossFit KATLA

Skilmálar þessir tóku gildi frá og með 1.mars 2012

Skilmálarnir eiga við áskrift hjá Reebok CrossFit KÖTLU, hér eftir nefnt RFC

Með kaupum á áskrift hjá RFC samþykki ég eftirfarandi skilmála:

Greiðsla:

Mánaðarleg áskrift sem miðast við fyrirframgreiðslu.  Það sem er hakað við í kaupferlinu birtist nákvæmlega hvað er til greiðslu nú og svo mánaðrlega eftir það og er ekki afturkræft.

Meðlimagjald er aðeins greitt einu sinni í upphafi hverrar samfelldar áskriftar ásamt hlutfalli mánaðargjalds. Meðlimagjald og mánaðargjald miðast við gildandi verðskrá hverju sinni.

Meðlima- og eftirstandandi mánaðargjald er greitt strax við nýskráningu.

Mánaðargjald er innheimt í hverjum mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af kredit eða debetkorti, óháð mætingu þar til áskrift er sagt upp.

Áskrifendur geta valið um tvær greiðsluleiðir; beingreiðslur (skuldfært af debetkorti) eða boðgreiðslur (skuldfært af kreditkorti)

Takist skuldfærslan ekki um mánaðarmót fyrir mánaðargjaldinu lokast á aðganginn þinn að stöðinni. Skuldfærsla er reynd aftur til mánaðarmóta. Ekki er opnað á aðgang fyrr enn skuldfærsla tekst. Ef ekki tekst að opna fyrir aðgang þinn í mánuðinum telst áskrift vera hætt og skuld felld niður. Meðlimagjald þarf að greiða aftur i upphafi nýrrar áskriftar.

Tímabilið er alltaf frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Áskriftin endurnýjast mánaðarlega þar til áskriftinni er sagt upp.

Uppsögn:

Uppsögn áskriftar tekur gildi við upphaf næsta mánaðar eftir að tilkynning um uppsögn berst RFC. Kjósi áskrifandi að segja upp áskrift sinni þarf það að gerast fyrir næstsíðasta dag hvers mánaðar. Berist tilkynning um uppsögn ekki innan ofangreindra tímamarka ber áskrifanda einnig að greiða mánaðargjald fyrir næsta mánuð.

Til að segja upp ferðu í "Innskráning" á heimasíðunni (rfc.is) og skráir þig inn með kennitölu og lykilorði. Þú smellir síðan á "Mín síða" og smellir á flipann "Segja upp áskrift" og staðfesta uppsögn – Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti. -
 Meðlima og mánaðargjöld eru ekki endurgreidd.


Almennt:

Öll verðmæti eru á eigin ábyrgð í stöðinni -

Skápar eru til staðar og þarf að koma með hengilása til að setja á skápana – ekki er borin ábyrgð á verðmætum í læstum skápum.
Ef viðskiptavinur skilur eftir lás á skáp eftir lokun mun verða klippt á lásinn og innhaldið gefið í Rauða Krossinn.

Skylt er að viðskiptavinir kynni sér gildandi húsreglur í stöðinni og fylgi þeim. Þær má lesa HÉR!

Aldurstakmark i RFC er 16 ára og er miðað við fæðingarár. (10. bekkur)

Reebok CrossFit KATLA:

Meðlimir í Reebok CrossFit KÖTLU hafa aðgang að öllum hóptímum og aðstöðu Reebok Fitness. Þeir einir hafa aðgang til að bóka sig í alla tíma sem auglýstir eru á crossfitkatla.is og þeirri þjónustu sem boðið er upp á þar.

Meðlimum Reebok Fitness er ekki heimilt að nota aðstöðu Reebok CrossFit KÖTLU nema með sérstöku leyfi frá þjálfurum Kötlu og undir eftirliti þeirra.

Grunnnámskeið: 

Allir meðlimir Crossfit Kötlu þurfa að hafa lokið grunnnámskeiði í CrossFit, hvort sem er hjá Kötlu eða í annari CrossFit stöð.  Með kaupum á grunnnámskeiði í CrossFit Kötlu getur þú bókað þig í og mætt í sérstaka grunntíma sem eru í tímatöflu á crossfitkatla.is - Þeir sem kaupa grunnnámskeið hafa 2 mánuði frá kaupdegi til að ljúka því. 

Heilsa:

Með samþykki á skilmálum þessum fullyrði þú, samkvæmt bestu vitund, að þér sé óhætt að stunda líkamsrækt og er engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú æfir á eigin ábyrgð.

Ég geri mér grein fyrir því að iðkun í stöðinni felur í sér hættu á meiðslum og slysum, sem geta í versta falli leitt til dauða. Ég stunda æfingar á eigin ábyrgð og firri RFC allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfu RFC, stjórnendum stöðvarinnar eða starfsmönnum hennar.


RFC áskilur sér rétt til þess að setja meðlimi stöðvarinnar í lyfjapróf á meðan áskrift er í gildi. Lyfjapróf þetta skal vera framkvæmt samkvæmt reglum og stöðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og mun því taka mið af bannlista WADA. Kostnaður lyfjaprófs greiðist af RFC. Meðlimur sem fellur á lyfjaprófi er vikið úr stöðinni og á ekki rétt á miskabótum. Hann á hvorki rétt á skaðabótum né endurgreiðslum. Neiti meðlimur að taka lyfjapróf jafngildir það falli og er vikið úr stöðinni. Meðlimur sem fellur á lyfjaprófi fær 3ja mánaða bann frá aðgangi að stöðinni.